3.9 C
Selfoss

Viðar Örn keyptur til Arsenal

Vinsælast

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson, atvinnumaður í knattspyrnu, er á leið til enska stórliðsins Arsenal samkvæmt nýjustu fréttum. Arsenal hefur keypt upp samning sem Viðar Örn gerði nýlega við sænska liðið Hammarby. Sérstök Evrópuklásúla FIFA gerir Viðari Erni kleyft að fara til Arsenal á þessum tímapunkti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Barry Evans, umboðsmaður Viðars Arnar, sendi frá sér rétt í þessu.

Arsenal vantar tilfinnanlega markaskorara fyrir lokaátökin í ensku deildinni en liðið á í harðri baráttu við Manchester United og Chelsea um Evrópusæti. Að sögn Unai Emery, þjálfara Arsenal, er Viðar Örn einmitt leikmaðurinn sem liðið vantar núna. Viðar leikur væntanlega fyrsta leik sinn með Arsenal gegn Everton þann 7. apríl næstkomandi.

Í tilefni þessara frábæru tíðinda á Viðar Örn frí í kvöld og ákvað að skreppa til Selfoss og halda upp á þetta. Hann verður á Kaffi Krús ásamt félögum sínum í kvöld kl. 21:00. Eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta og fagna þessum frábæru tíðindum. Tommi skellir í tilboð á Krúsinni.

Uppfært:
Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir er hér um Aprílgabb að ræða og fréttin hér að ofan hreinn tilbúningur. Myndin er auk þess fölsuð.

Nýjar fréttir