2.8 C
Selfoss

Hljómlist án landamæra í Hljómahöllinni annað kvöld

Vinsælast

Á morgun, þriðjudaginn 2. apríl kl. 20:00, fara fram í fjórða skiptið, einstakir tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“.  Þetta árið verða Páll Óskar, Salka Sól og Ingó veðurguð á meðal listamanna sem fram koma.

Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða viðburð í tengslum við listahátíðina „List án landamæra“ sem notið hefur verðskuldaða athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri og fagna fjölbreytileika mannlífsins.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Á tónleikunum koma fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi.

Fram koma:
Frá Suðurnesjum:
– Páll Óskar og Lára Ingimundardóttir
– Páll Óskar og Rósa Oddrún Gunnarsdóttir, Heiðrún Eva Gunnarsdóttir og Svanfríður Lind Árnadóttir.
– Salka Sól og Júlíus Arnar
– Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson
– Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Sönghópurinn Gimsteinar.
– Már Gunnarsson og Sigga Ey
Frá Fjöliðjunni á Akranesi:
– Ingó Veðurguð og Freyr Karlsson, Eva Dögg Héðinsdóttir og Stefán Trausti Rafnsson
– Rakel Pálsdóttir og Jóhanna Nína Karlsdóttir og Laufey María Vilhelmsdóttir
– Ingó Veðurguð og Eggert Halldórsson
Frá frístundaklúbbnum Selnum á Selfossi:
– Magnús Kjartan Eyjólfsson úr Stuðlabandinu og Arnar Árnason og Svavar Jón Árnason.

Kynnar á tónleikunum verða frábæru skemmtikraftarnir Gunni og Felix. Aðgangur er ókeypis og vonast aðstandendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og berja
okkar frábæru listamenn augum. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins: facebook.com/Hljomlistanlandamaera

Nýjar fréttir