3.9 C
Selfoss

Almar bakari opnar á Selfossi

Vinsælast

Almar bakari mun opna á Selfossi um miðjan júní næstkomandi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bakarísins og var birt rétt í þessu. Bakaríið verður til húsa í nýja verslunar- og þjónustuhúsinu við Larsenstræti á milli nýja pósthússins og verslana Hagkaups og Bónus á Selfossi. Þar verður einnig ný vínbúð ÁTVR.

Almar bakari er ekki ókunnugur Selfyssingum en hann rak bakarí á Selfossi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýja bakaríið verður notalegt með 40 sætum og litlum bakarofni sem bakar ákveðnar vörur á staðnum. Annars verður vöruúrvalið með sama hætti og í bakaríinu í Hveragerði. Almar segir í viðtali við Dagskrána að þetta hafi verið tækifæri sem ekki hafi verið hægt að láta fram hjá sér fara.

Nýjar fréttir