2.8 C
Selfoss

Þórsarar í þröngri stöðu

Vinsælast

Karlalið Þórs í Þorlákshöfn er nú á fullu í 8-liða úrslita­keppni Körfu­knattleiks­sam­bands Íslands. Mótherjar Þórs­ara eru Stólarnir frá Sauðár­króki. Fyrsti leikurinn fór fram á Króknum og lauk honum með sigri Tindastóls 112-105 eftir mikinn spennu- og stigaleik.

Annar leikur liðanna var í gærkvöldi í Þorlákshöfn og lauk honum með nokkuð öruggum sigri Tindastóls 73-87. Staðan í einvíginu er því 2:0 fyrir Stól­anna og því ljóst að staða Þórsara í einvíginu orðin nokkuð þröng. Liðið verður að vinna næstu tvo leiki til að eiga möguleika á að komast áfram.

Þriðji leikur liðanna verður á Sauðárkróki 28. mars, sá fjórði í Þorlákshöfn 30. mars og sá fimmti á Króknum 1. apríl. Nú er um að gera fyrir áhugafók um körfu­bolta að mæta á leikina og njóta spennunnar.

Nýjar fréttir