-1.1 C
Selfoss

Atriði frá Tónlistarskóla Rangæinga á svæðistónleikum Nótunnar

Vinsælast

Tónlistarskóli Rangæinga tók þátt í svæðistónleikum Nótunnar í Salnum í Kópavogi þann 16. mars sl. Alls voru send þrjú atriði og stóðu nemendur sig allir með miklum sóma. Eitt atriðanna, blokkflaututríó, var samstarfsverkefni Tónlistarskóla Rangæinga og Tónlistarskóla Árnesinga.

Eitt atriði var valið til að koma fram á lokahátíð Nótunnar í Hofi á Akureyri þann 6. apríl nk. Gísella Hannesdóttir fer fyrir hönd skólans með frumsamið verk eftir sjálfa sig sem heitir „Hinsta óskin“. Gísella hefur stundað fiðlu-, píanó- og söngnám við skólann frá árinu 2009. Hún hóf píanónám við skólann árið 2012 og lauk 4. stigi á píanó vorið 2018.

Verk Gíselu var einnig valið úr yfir 50 innsendum tónverkum í Upptaktinn 2019 – tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Verkið verður ásamt 12 öðrum verkum útsett og flutt af tónlistarfólki, nemendum og kennurum Listaháskóla Íslands, á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 9. apríl nk. Tónleikarnir eru jafnframt á upphafsdegi Barnamenningarhátíðar.

Nýjar fréttir