-6.6 C
Selfoss

Hátíðartónleikar í kirkjum Rangárþingi

Vinsælast

Nú fer að líða að hátíðartónleikum Kammerkórs Rangæinga í Rangárþingi á föstunni. Að þessu sinni ætlar kórinn að flytja þætti úr Messíasi eftir Georg Friedrich Händel. Tónleikarnir verða haldnir í Þykkvabæjarkirkju 27. mars kl. 20:00 og í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 3. apríl kl. 20:00.

Allir sem fram koma eru búsettir eða kenna í Rangárþingunum, en það eru: Þórunn Elfa Stefánsdóttir, sópran, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, mezzosópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir, alt, Bjarni Guðmundsson, tenór, Kammerkór Rangæinga, Rut Ingólfsdóttir, fiðla og Guðjón Halldór Óskarsson, orgel og kórstjórn.

Nýjar fréttir