Stofnfundur Árnesingadeildar Miðflokksins var haldinn fimmtudaginn 21. mars sl. Í tilkynningu frá flokknum segir að staða Miðflokksins sé sterk í Suðurkjördæmi sem sýni sig í því að nú er fjórar öflugar deildir auk kjördæmastjórnar starfandi í kjördæminu og mikill áhugi er á stofnun fleiri deilda í kjördæminu.
Stjórn Árnesingadeildar Miðflokksins skipa: Guðmundur Kr. Jónsson formaður, Ari Már Ólafsson, Ásdís Bjarnadóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Baldvin Nielsen. Varastjórn skipa Arnar Hlynur Ómarsson og Sólveig Guðjónsdóttir.