2.8 C
Selfoss

Uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins

Vinsælast

Nótan er sameiginleg uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins. Birtingarmynd hennar þessa dagana eru glæsilegir svæðistónleikar sem haldnir eru í hverjum landshluta.

Síðastliðinn laugardag fóru fram svæðistónleikar Nótunnar fyrir Suðurland, Suðurnes og Kragann og átti Tónlistarskóli Árnesinga fjögur atriði á dagskránni. Á tónleikunum kepptu tónlistarskólanemendur um þátttökurétt á lokatónleikum Nótunnar, sem að þessu sinni verða haldnir í Hofi á Akureyri 6. apríl.

Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga stóðu sig allir afskaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. Þá var uppskeran ríkuleg, því tvö af atriðum skólans komust áfram á lokatónleikana.

No Sleep.

Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga í Hofi þann 6. apríl verða:
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem leikur 1. þátt úr konsert í a-moll eftir Antonio Vivaldi á fiðlu, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar og
Rytmasveitin No Sleep, en hana skipa Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Uni Arnarson rafgítar og Þröstur Ægir Þorsteinsson trommur. Þeir leika lagið Something eftir George Harrison.

Nýjar fréttir