2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Söfnunin Við stólum á þig

Söfnunin Við stólum á þig

0
Söfnunin Við stólum á þig

Tilgangur söfnunarinnar „Við stólum á þig“ er að safna fé til aðstoðar einstaklingum sem orðið hafa fyrir því að lamast eftir slys eða veikindi og þurfa að notast við hjólastól um ókomna framtíð. Á Íslandi eru u.þ.b. 7.000 einstaklingar í hjólastól og meðaltal nærfjölskyldunnar eru 15 einstaklingar. Þetta eru um 105.000 einstaklingar, eða tæpur 1/3 þjóðarinnar. Slæmt aðgengi snertir því um þriðjung þjóðarinnar.

Aðstoðin er í formi þess að veita styrki til breytinga á heimilum þeirra einstaklinga sem notast við hjólastól. Um er að ræða að breikka huðarop, fjarlægja þröskulda, setja pumpur á efri skápa í eldhúsi og í baðherbergi. Breyta baði og salernisaðstöðu og eftir atvikum laga aðgengi að húsinu.

Fólk sem verður fyrir því áfalli að lamast eftir slys eða veikindi og þurfa að notast við hjólastól „situr“ frammi fyrir því að þurfa að kosta til miklum fjárhæðum við breytingar á heimili sínu. Það er ekki á allra færi. Tryggingabætur eru ekki ætlaðar til þess háttar verkefnis. Tryggingabætur eru ætlaðar til að viðkomandi geti lifað sómasamlegu lífi eftir t.d. slys þ.e. átt í sig og á í framtíðinni. Ef viðkomandi er ekki þess fjáðari er um fáa valkosti að ræða.

Í boði er sérstakt „framkvæmdalán“ hjá Íbúðarlánasjóði upp að allt að átta milljónum með veði í íbúðinni, verðtryggt með 4,2% vöxtum. Það er ekki upplífgandi fyrir viðkomandi sem líklega er búinn að missa vinnuna eftir slys eða veikindi og sér fram á verulega skertar tekjur í framtíðinni.

Ef fyrrgreindu leiðirnar eru ekki færar þá er bara einn valkostur eftir: Það er að búa á hjúkrunarheimili eða sambýli fjarri fjölskyldunni. Verra getur það varla verið.

Þegar sjóðurinn verður formlega tekinn til starfa þá geta allir þeir sem notast við hjólastól til frambúðar sótt um styrk úr sjóðnum. Reglugerð er í smíðum og verður hún birt á vefsíðu söfnunarinnar um leið og hún er fullbúin og samþykkt. Til að geta fjármagnað verkefnið þá verður boðið til kaups þrjár rúllur af stórum og sterkum heimilisruslapokum (3×20 stk.) framleidda úr maíssterkju og trjákvoðu. Ruslapokinn getur borið allt að 3–4 kg. Pokinn eyðist upp í jaðrvegi á sextíu til níutíu dögum. Með í kaupbæti fylgir ein stór margnota innkaupataska. Við erum umhverfisvæn og þykir vænt um landið okkar.

Verkefnið er fjórþætt:

  1. Fólk sem notast við hjólastól fær fjárhagsaðstoð til nauðsynlegra breytinga á heimili sínu.
  2. Með kaupum á maíspokum, stuðlum við að því að skila landinu hreinna frá okkur en við tókum við því.
  3. Vitundarvakning meðal almennings um að ganga betur um landið okkar og bera virðingu fyrir náttúru Íslands.
  4. Síðast en ekki síst, með því að gera fólki kleift á að búa heima hjá sér spörum við mikið skattfé sem annars færi í byggingu og rekstur