3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Heilsueflandi samfélag í Árborg

Heilsueflandi samfélag í Árborg

0
Heilsueflandi samfélag í Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum sem haldinn var 15. mars l. að skipa stýrihóp Sveitarfélagsins Árborgar um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Fulltrúar í hópnum eru eftirfarandi: Guðmundur Kr. Jónsson, fulltrúi íþrótta- og menningarnefndar, eldri borgari, Páll Sveinsson, fulltrúi úr grunnskólum Árborgar, Ásrún Aldís Hreinsdóttir, fulltrúi úr Ungmennaráði, Díana Gestsdóttir, fulltrúi búsettur á Selfossi og tengd heilsueflandi leikskólum og Esther Guðmundsdóttir, fulltrúi búsettur á Eyrarbakka. Bragi Bjarnason verður starfsmaður hópsins.