-6 C
Selfoss

Fyrsta þing HSK í miðri viku tókst vel

Vinsælast

Um 120 manns mættu á héraðsþing HSK sem haldið var á Laugalandi í Holtum fimmtudaginn 14. mars sl. Þetta var í fyrsta skipti í sögu sambandsins sem þingið fer fram í miðri viku. Þessi breyting þótti takast vel og líklegt má telja að þing sam­bands­ins verði framvegis haldin seinni part dags á virkum degi.

Stjórn HSK lagði fram 17 til­lög­ur og voru þær allar samþykkt­ar, en nokkrum þeirra var breytt í meðförum þingsins. Þinggerð er væntanleg frá riturum og verður hún birt á vef HSK á næstu dögum. Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins, en allir stjórnar- og varastjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.

HSK veitti nokkur sérverðlaun á þinginu, líkt og undanfarin ár. Umf. Þjótandi hlaut unglinga­bikar HSK, Umf. Hrunamanna fékk foreldrastarfsbikarinn og þá var Marteinn Sigurgeirsson val­inn öðlingur ársins.

Á héraðsþinginu voru nokkrir einstaklingar af sambandssvæði HSK heiðr­aðir fyrir þeirra störf fyrir hreyf­inguna. Guðni Guðmundsson, Umf. Ingólfi og Íþf. Garpi, var sæmd­ur gullmerki HSK og Gissur Jóns­son, Umf. Selfoss og Har­aldur Gísli Kristjánsson, Íþf. Garpi, voru sæmdir silfurmerki HSK. Valgerður Auðunsdóttir, Umf. Skeiðamanna, var sæmd heið­urs­krossi Íþrótta- og Ólympíu­sam­bands Íslands. Guðmunda Ólafsdóttir, Umf. Þjótanda, fékk einnig viðurkenn­ingu frá ÍSÍ en hún var sæmd silfurmerki sambandsins. Guðríður Aadnegard, formað­ur HSK, var sæmd gullmerki Ung­mennafélags Íslands. Þrír einstakl­ingar fengu starfs­merki UMFÍ þau Sigríður Anna Guð­jónsdóttir, Umf. Selfoss, Jóhanna Hlöðversdóttir, Íþf. Garpi og Guðmann Óskar Magnússon, Íþf. Dímoni.

Vefútgáfu ársskýrslunnar má sjá á www.hsk.is.

Nýjar fréttir