-3.1 C
Selfoss

Lyfjaverslun vantar í Vík

Vinsælast

Mikill uppgangur hefur verið í Vík í Mýrdal undanfarin ár, fjölgun íbúa var sú mesta á landinu á síðasta ári og hafa færri komist að en vildu vegna hús­næðis­skorts þó mikið hafi verið byggt af nýju húsnæði undanfarin ár.

Í sveitarfélaginu búa nú um 700 manns. Stöðug og mikil fjölg­un hefur átt sér stað síðan 2013. En það segir ekki alla söguna, að meðaltali stoppa um 7.000 ferða­menn í Vík á hverjum sólarhring allt árið.

Óhætt er að segja að sveit­­arfélagið sé sá staður sem flest­ir ferðamenn heimsækja næst á eft­ir Gullna hringnum. Allur þessi fjöldi ferðamanna kallar á alls konar þjónustu, tækifærin eru á hverju strái.

Eitt af því sem sár­lega vantar í sveitarfélagið er lyfja­verslun með öllu því vöru­úrvali sem henni fylgir. Það þykir með ólíkindum að enginn skuli hafa séð tækifæri í því að opna slíka verslun á staðnum. Heyrst hefur að stóru lyfsalarnir telji þetta ekki nógu stóran markað, þá er spurning hvort þeir eru að gera sér grein fyrir öllum þeim fjölda sem er í Vík á hverjum tíma.

Mýr­dælingar skora á lyf­sala í land­inu að skoða þennan mögu­leika, mikill vilji er hjá sveitar­félaginu að greiða götu þeirra sem eftir því leita.

Nýjar fréttir