3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Með allt á hreinu sýnt í Menntaskólanum að Laugarvatni

Með allt á hreinu sýnt í Menntaskólanum að Laugarvatni

0
Með allt á hreinu sýnt í Menntaskólanum að Laugarvatni
F.v.: Egill Hermannsson, Ívar Haukur Bergsson og Hermundur Hannesson í hlutverkum sínum.

Nemendur leikhóps Menntaskólans að Laugarvatni hafa undanfarin misseri unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins „Með allt á hreinu“. Með leikstjórn fara Högni Þór Þorsteinsson og Esther Helga. Að auki þess komu Matthías Tryggvi Haraldsson og Íris L. Blandon að uppsetningu sýningarinnar.

Sýningin er sett upp með tilvísun í samnefnda mynd Stuðmanna sem naut fádæma vinsælda hér um árið. Klassísk Stuðmannalög, sem flestir kunna, eins og „ÚFÓ“ og „Íslenskir karlmenn“ ættu að fá sýningargest til að leggja við hlustir. Leikritið fjallar um hljómsveitirnar Stuðmenn og Gærurnar, afbrýðisemi milli meðlima, ástarmál og sprenghlægileg atvik á tónleikaferðalagi þeirra um Ísland.

Gærurnar: F.v.: Bergrún Anna Birkisdóttir, Karen Hekla Grönli, Ljósbrá Loftsdóttir og Laufey Helga Ragnheiðardóttir.

Með aðalhlutverk fara Egill Hermannson, sem leikur Kristin Styrkársson Proppé, og Karen Hekla Grönli, sem leikur Hörpu Sjöfn Hermundardóttur.