-3.1 C
Selfoss

Ingibjörg kjörin nýr formaður Sjálfstæðisfélags Hveragerðis

Vinsælast

Nýr formaður var kjörinn á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis nýverið þegar Ingibjörg Zoega tók við embættinu af Elínu Káradóttur sem lét af störfum að eigin ósk. Aðrir í stjórn voru kjörnir Laufey Sif Lárusdóttir, Birkir Sveinsson, Smári Björn Stefánsson, Thelma Kristinsdóttir, Geir Guðjónsson og Andri Svavarsson.

Á fundinum voru Elínu þökkuð góð störf í þágu félagsins um leið og nýrri stjórn og formanni var óskað velfarnaðar í störfum sínum.

Sjálfstæðisfélag Hveragerðisbæjar heldur úti öflugu félagsstarfi og stendur meðal annars fyrir opnum húsum alla laugardagsmorgna í húsi félagsins milli kl. 10:30 og 12:00.  Þangað eru allir velkomnir í glæsilegt morgunverðarhlaðborð.

Nýjar fréttir