-10.3 C
Selfoss
Home Fréttir Elín Geira sýnir málverk í Bókasafninu í Hveragerði

Elín Geira sýnir málverk í Bókasafninu í Hveragerði

0
Elín Geira sýnir málverk í Bókasafninu í Hveragerði
Málverk eftir Elínu Geiru.

Í síðustu viku var opnuð sýning á málverkum eftir Elínu Geiru á Bókasafninu í Hveragerði. Elín Geira hefur mikið teiknað og málað í gegnum tíðina en þó ekki markvisst fyrr en síðustu ár. Hún hefur sótt ýmis myndlistanámskeið og fengið leiðsögn frá öðrum listamönnum. Um er að ræða fyrstu einkasýningu Elínar Geiru. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, virka daga kl. 13–18:30 og laugardaga kl. 11–14, út mars.

Elín Geira.