3.9 C
Selfoss

Gjöf til sjúkraflutningamanna á Suðurlandi

Vinsælast

Hörður Reynisson, útibússtjóri Olís á Suðurlandi, kom nýlega í heimsókn í Björgunarmiðstöð sjúkraflutningamanna á Selfossii og færði þeim nýtt gasgrill að gjöf. Aðspurður segir Hörður að mikið og gott samstarf hafi verið milli sjúkraflutninga á Suðurlandi og Olís til margra ára og vilji fyrirtækið þakka fyrir það með þessum hætti.

„Sú bráðnauðsynlega þjónusta sem þetta fólk vinnur fyrir samfélagið og okkur íbúana er ómetanlegt og oft á tíðum afar erfitt. Oftar en ekki eiga þau þess kost ekki að taka matartíma á þeim tíma sem hinn venjulegi vinnandi maður getur. Því fannst okkur tilvalið að færa þeim þessa gjöf,“ sagði Hörður við afhendingu gjafarinnar.

Fyrir hönd sjúkraflutninganna þakkaði Stefán Pétursson sjúkruflutningamaður fyrir gjöfina og sagði þau afskaplega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf og að hún muni svo sannarlega koma sér vel.

Nýjar fréttir