-6.6 C
Selfoss

Leikritið Nanna systir frumsýnt í Árnesi í kvöld

Vinsælast

Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja hefur að undanförnu æft af kappi leikritið „Nanna systir” eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Örn Árnason. Þetta er gleðileikur með harmrænu ívafi sem gerist í litlu samfélagi úti á landi og er óhætt að segja að þar gangi á ýmsu. Þeir sem að sýningunni standa vonast til að sjá sem flesta á sýningunum sem verða í mars.

Ungmennafélag Gnúpverja hefur í rúm 100 ár staðið fyrir leiksýningum á góðum og gildum verkum eftir ýmsa höfunda. Fyrstu leiksýningarnar voru í baðstofum í sveitinni en eftir að Ásaskóli var byggður 1923, var æft og leikið þar. Síðustu 50 árin hefur Félagsheimilið Árnes verið heimili leikstarfseminnar. Leikdeild var stofnuð innan Ungmennafélagsins árið 2010 og er „Nanna systir“ fimmta sýningin sem sett hefur verið upp síðan. Um leikstjórn sér Örn Árnason. Hann er, eins og kunnugt er, einn ástælasti leikari íslensku þjóðarinnar. Örn útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1982 og hefur lengi verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Auk þess hefur hann verið sjálfsætt starfandi leikari, framleiðandi, leikstjóri og höfundur. Það var mikið lán fyrir leikdeildina að fá Örn til samstarfs enda virkilega gaman og lærdómsríkt að vinna með honum.

Frumsýning verður í kvöld  föstudaginn 8. mars kl. 20 og síðan 2. sýning sunnudaginn 10. mars kl. 20:00. Þriðja sýning verður laugardaginn 16. mars kl. 20, 4. sýning sunnudaginn 17. mars kl. 14 og 5. sýning fimmtudaginn 21. mars kl. 20. Hægt er að panta miða í síma 869 1118 eða á gylfi1sig@gmail.com. Posi er á staðnum.

Nýjar fréttir