-1.1 C
Selfoss

Surtsey – Landnám: Ný sýning í Gallerí undir stiganum

Vinsælast

Ný sýning eftir Þórunni Báru verður opnuð í Galleríi undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00. Kaffi og konfekt verður í boði og eru allir velkomnir.
Sýningin mun standa út mars og verður opin á opnunartíma bókasafnsins.

Þórunn Bára hefur unnið síðastliðinn áratug með verk sem hafa tilvísun í þróun lífríkis og jarðfræði Surtseyjar

Þórunn Bára vinnur með náttúruskynjun og trúir því að skynreynsla sé vannýtt leið að gagnrýnni hugsun og ábyrgð einstaklings á umhverfi og eigin lífi, sem gæti dregið úr firringu og orðið hvati til góðra verka. Hún vinnur stór litrík verk með óræðum formum í þeirri trú að það stöðvi tímann eitt augnablik og dragi úr streitu í innra samtali manns við hversdagslega náttúru. Þórunn Bára leitar að undirliggjandi formgerð í óreiðu lifandi náttúru sem hún túlkar með óhlutbundnu og hlutbundnu myndmáli. Hún ímyndar sér að með að ég vrunnbara.isr istarmaður og með því varpi hún ljósi á undrið í lífinu, fegurðina og margbreytileikann í sköpun og eyðileggingu, lífsbaráttu og leit alls sem lifir í náttúrunni eftir öryggi.

Verkin vinnur Þórunn Bára í seríum og eru þau hluti af heildarverki, nokkurs konar sjónrænni skráningu á lífríki Surtseyjar.

Þórunn Bára lauk prófi í málun og teikningu frá Listaháskólanum í Edinborg og mastersprófi í listum frá Wesleyan háskóla í Bandaríkunum. Þórunn Bára er nú sjálfstætt starfandi myndlistarmaður í Reykjavík og má kynnast verkum hennar á vefsíðunni; www. thorunnbara.is. Verk hennar eru sýnd og til sölu á Gallerí Fold en einnig má nálgast verk á vinnustofu hennar.

Nýjar fréttir