-0.5 C
Selfoss

Létt og skemmtilegt á Vetrarleikum FSu

Vinsælast

Vetrarleikar FSu voru haldnir á Kátum dögum Fjölbrautaskóla Suðurlands á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi fyrir skömmu. Þrátt fyrir smá rigningu og erfitt færi vegna ísingar á vellinum tókst framkvæmdin vel. Kom það í hlut nemenda á fyrsta ári á hestabraut að standa að því að halda mótið og gekk það vel hjá þeim sem og allur undirbúningur og framkvæmd mótsins

Mótið var létt og skemmtileg mót og mikið af flottum verðlaunum í báðum greinum. Þátttökurétt áttu allir nemendur sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Þátttaka var góð á mótinu en 21 keppandi var skráður til leiks og komust 9 efstu knaparnir áfram og kepptu til úrslita. Átta knapar kepptu í mjólkurtölti, en þar fá keppendur fullt glas af mjólk og er markmiðið að stjórna hestinum með annarri hendi og halda á glasinu með hinni og þannig komast hringinn með sem mest magn af mjólk enn í glasinu.

Úrslitin fóru þannig

Tölt

  1. Thelma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi, 2. Kári Kristinsson og Grímar frá Eyrabakka og 3. Svanhildur Guðbrandsdóttir og Akkur frá Holtsmúla.
  2. Kristín Hrönn Pálsdóttir og Gaumur frá Skarði, 2. Dagbjört Skúladóttir og Gljúfri frá Bergi, 3. Styrmir Snær Jónsson og Gjóska frá Böðmóðsstöðum 2, 4. Jónína Baldursdóttir og Óðinn frá Kirkjuferju, 5. Katrín Ósk Kristjánsdóttir og Mist frá Miðey og 6. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir og  Breki   frá Sólheimum.

Mjólkurtölt

  1. Dagbjört Skúladóttir, 2. Aníta Rós Róbertsdóttir og 3. Jónína Baldursdóttir.

Verðlaun fyrir reiðmennsku hlaut Thelma Dögg á hestinum Takti frá Torfunesi. Einnig voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta parið og þau verðlaun hlutu Svanhildur Guðbrandsdóttir og Akkur frá Holtsmúla.

Vinningar voru fjölmargir er eftirtöldum styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir stuðninginn: Hestamannafélagið Sleipnir, Nemendafélag FSu, Kjörís, Baldvin og Þorvaldur, Jötunn Vélar, Byko, Fóðurblandan, Hótel Selfoss, Kaffi Krús, Tryggvaskáli, Snyrtistofan Eva, MS Mjólkursamsalan, Subway, Pylsuvagninn og Bíóhúsið.

Nýjar fréttir