-3.1 C
Selfoss

SASS kallar eftir hugmyndum vegna aðgerða í byggðaáætlun

Vinsælast

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafa kallað eftir hugmyndum vegna aðgerða á Byggðaáætlun 2018-2024 um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða á Suðurlandi.

Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráætlanasvæða sótt um framlög sem í boði eru, en allt að 71,5 millj. kr. verða veittar til sértækra verkefna svæðanna.

Veitt verða framlög til verkefna á sóknaráætlunarsvæðum:

  • sem nýtast einstökum svæðum eða byggðalögum innan landshlutans.
  • sem nýtast landshlutanum í heild.

Við mat á umsóknum verður stuðst við eftirfarandi þætti:

  • Íbúaþróun, aldurssamsetning og kynjahlutföll
  • Samsetningu atvinnulífs og atvinnustig
  • Meðaltekjur
  • Önnur atriði sem skipta máli við mat á aðstæðum viðkomandi svæðis eða landshluta

Í nóvember s.l. fékk SASS úthlutað styrk að upphæð 13,5 milljónum króna úr sjóðnum vegna Aðgerðaráætlunar um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðis Suðurlands. Unnin verður rannsókn, móttökuáætlun markaðsgreining og verkefnisáætlun en markmiðið er að efla samfélagslega sjálfbærni svæðisins. Hér má lesa um þau fjölbreyttu verkefni sem hlutu styrk í fyrra.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðunni sass.is eða hjá Þórði Frey Sigurðssyni, sviðstjóra þróunarsviðs, en hann tekur einnig við tillögum að verkefnum á Suðurlandi á netfangið thordur@sass.is til 7. mars nk.

Nýjar fréttir