-3.1 C
Selfoss

Frístundastyrkir Árborgar vel nýttir á síðasta ári

Vinsælast

Frístundastyrkur Árborgar var vel nýttur af foreldrum og forráðamönnum árið 2018 en um 1.500 börn búsett í sveitarfélaginu fengu frístundastyrk upp í sína frístund. Heildarfjöldi barna á þessum aldri (5–17 ára) er um 1.860 og nýtingarhlutfallið því um 80% sem er verður að teljast gott.

Hægt er að nota frístundastyrkinn í flestar frístundir. Má þar nefna íþróttaæfingar, skátastarf, tónlistarnám, sjálfstyrkingarnámskeið, líkamsræktarkort, sumarnámskeið og fleira. Styrkurinn fyrir árið 2019 hækkar um 5.000 kr. frá fyrra ári og er 35.000 kr. á hvert barn 5–17 ára sem búsett er í Sveitarfélaginu Árborg.

Nýjar fréttir