-6.6 C
Selfoss

Boltaballið og Guðjónsdagurinn haldið í 10. sinn

Vinsælast

Á morgun laugardaginn 2. mars verð­ur hið árlega Boltaball haldið í Hvíta húsinu á Selfossi. Er þetta jafnframt í 10. sinn sem styrktarballið er haldið. Af því tilefni verður blásið til veislu þar sem fram munu koma Ingó Veðurguð og A-liðið, Bjössa Sax, Þórir Geir og fleiri. Sérstakir heiðursgestir kvöldsins verða þeir Elvar Gunnarsson, Val­­geir Reynisson og Arilíus Mar­teinsson, en Ingó samdi ein­mitt lagið „Suðurlandsins eina von“ um Arilíus sem frægt er orðið. Lagið mun án ef hljóma á laug­ar­dagskvöldið.

Dagurinn hefst kl. 10 um morguninn með Guðjóns­mótinu í knattspyrnu. Mótið sem er firma- og hópakeppni fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi (Iðu). Uppselt hefur verið í mótið síðustu ár og færri komist að en vilja. Nánari upp­lýsingar um mótið eru á www.selfoss.net. Skrán­ing er hjá Sævari 899 0887 og Sveinbirni 897 7697.
Liðin sem taka þátt eru hvött til að mæta í skraut­legum búning­um í anda Guðjóns heitins og ekki væri verra ef stuðn­ingsmannahóparnir mættu skreyttir líka.

Nýjar fréttir