Á morgun laugardaginn 2. mars verður hið árlega Boltaball haldið í Hvíta húsinu á Selfossi. Er þetta jafnframt í 10. sinn sem styrktarballið er haldið. Af því tilefni verður blásið til veislu þar sem fram munu koma Ingó Veðurguð og A-liðið, Bjössa Sax, Þórir Geir og fleiri. Sérstakir heiðursgestir kvöldsins verða þeir Elvar Gunnarsson, Valgeir Reynisson og Arilíus Marteinsson, en Ingó samdi einmitt lagið „Suðurlandsins eina von“ um Arilíus sem frægt er orðið. Lagið mun án ef hljóma á laugardagskvöldið.
Dagurinn hefst kl. 10 um morguninn með Guðjónsmótinu í knattspyrnu. Mótið sem er firma- og hópakeppni fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi (Iðu). Uppselt hefur verið í mótið síðustu ár og færri komist að en vilja. Nánari upplýsingar um mótið eru á www.selfoss.net. Skráning er hjá Sævari 899 0887 og Sveinbirni 897 7697.
Liðin sem taka þátt eru hvött til að mæta í skrautlegum búningum í anda Guðjóns heitins og ekki væri verra ef stuðningsmannahóparnir mættu skreyttir líka.