2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Byggt við líkamsræktarstöð World Class á Selfossi

Byggt við líkamsræktarstöð World Class á Selfossi

0
Byggt við líkamsræktarstöð World Class á Selfossi
Fyrirhuguð viðbygging við líkamsræktarstöð World Class á Sel­fossi. Eins og sjá má eru bílastæði undir viðbyggingunni sem er um 400 fermetrar að stærð. Mynd: Pro-Ark teiknistofa, Selfossi.

World Class hyggst stækka líkamsræktarstöð sína á Sel­fossi um 400 fermetra. World Class keypti núverandi aðstöðu við Sundhöllina, sem er um 850 m², af Jáverki ehf. sem byggði húsið fyrir ekki löngu síðan. Viðbyggingin verður á súlum með bílastæðum undir. Teikningar hafa verið lagðar fyrir skipu­lags- og byggingarnefnd Árborgar og fara innan tíðar í grenndar­kynningu. Fyrirhugað er að taka bygginguna í notkun um næstu áramót.