2.3 C
Selfoss

Spennandi dagskrá framundan hjá Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Listasmiðja febrúarmánaðar í Listasafni Árnesinga verður sunnudaginn, 24. febrúar, kl. 14-16 þar sem unnið verður með mismunandi pappírsbrot og pappírsklipp. Listasmiðjur með leiðbeinanda fara alltaf fram síðasta sunnudag hvers mánaðar og þess á milli er alltaf eitthvað sem hægt er að fást við í sköpunarhorninu.

Vetrarfrí skólanna í Árnessýslu dreifast á dagana 23. febrúar – 24. mars og þá býður Listasafn Árnesinga börnum og fjölskyldum þeirra að heimsækja safnið og taka þátt í ýmsu sem þar er á dagskrá, m.a. fjársjóðsleik, sem felst í því að leysa einhvert verkefni í safninu og skrá þáttökuna á þar tilgerðan þátttökumiða sem settur er í fjársjóðs kistil. Við lok dags, sunnudaginn 24. mars verður síðan miði heppins þátttakandi dreginn úr kistlinum og fær sá glaðing að launum.

Einu sinni var… þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar er sýning sem opnuð verður í safninu laugardaginn 2. mars kl. 15 og er öllum boðið að kynna sér þann ævintýraheim sem þar má sjá.

Nýjar fréttir