-6.7 C
Selfoss

Leikskólinn Óskaland í Hveragerði 25 ára

Vinsælast

Föstudaginn 22. febrúar nk. fagnar leikskólinn Óskaland í Hveragerði 25 ára starfsafmæli. Skólinn starfaði fyrstu tíu árin í Fljótsmörk 2 í Hveragerði, þar sem Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings er nú til húsa. Sumarið 2004 flutti skólinn í nýtt  glæsilegt húsnæði við Finnmörk 1. Húsið var fullbyggt haustið 2007 og eru nú fjórar deildir með 84 börnum á aldrinum 18 mánaða til 6 ára.

Af þessu tilefni verður opið hús fyrir almenning frá kl. 10–11.30 á föstudaginn 22. febrúar. Allir eru velkomnir að kíkja í heimsókn.

Nýjar fréttir