4.5 C
Selfoss

Austan stormur í kvöld og nótt

Vinsælast

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir að hann gangi í austan storm í kvöld og nótt. Útlit sé fyrir hríð á fjallvegum um land allt með lélegu skyggni. Spáð er austan 20-25 m/s undir Eyjafjöllum í nótt með hviðum um 40 m/s. „Varahugavert ferðaveður“, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Horfur fyrir næsta sólarhringinn eru á þá leið að hiti er um frostmark á landinu en frost að 9 stigum í innsveitum fyrir norðan. Gengur í austan 15-25 m/s í nótt, fyrst og hvassast syðst, með rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu um norðanvert landið. Hlýnar í veðri. Lægir talsvert um hádegi, fyrst sunnantil. Suðlæg átt 5-13 síðdegis, úrkomulítið og kólnar aftur, en vaxandi suðaustan átt seint annað kvöld.

Nýjar fréttir