-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Úrgangsmál og meðferð úrgangs á Suðurlandi

Úrgangsmál og meðferð úrgangs á Suðurlandi

0
Úrgangsmál og meðferð úrgangs á Suðurlandi
Umhverfis Suðurland.

Síðastliðið haust voru haldnir samráðsfundir um umhverfis- og auðlindamál víðsvegar um Suðurlandið þar sem úrgangsmál voru í brennidepli. Úrgangsmál tekur almennt til sorpmála og meðhöndlun sorps. Í dag gera íbúar og fyrirtæki kröfu um að geta flokkað meira og samræmt, en aukin vitund er um úrgangsmál og þau verðmæti sem liggja í úrgangi almennt.

Í kjölfar samráðsfundanna var samþykkt á ársfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að ráðast í verkefnið Úrgangsmál og meðferð úrgangs á Suðurlandi. Verkefnið er áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands og hefur Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisfræðingur verið ráðin sem verkefnastjóri með sérfræðiþekkingu en verkefnið er á byrjunarreit.

Fólk er hvatt til að kynna sér umhverfismál og taka þátt á www.umhverfissudurland.is því saman erum við Sunnlendingar sterkari og umhverfisvænni.