Dfs.is hafa borist frásagnir einstaklinga sem fengið hafa hringingar í síma þar sem aðilar segjst vera að hringja frá Microsoft og ætli að lagfæra tölvuna. Þrjóturinn óskar eftir að fólk hlaði niður forriti í tölvuna svo hann geti aðstoðað við að losa við óværu. Í samtali við einn viðmælanda sagði hann: „Þessi útlenda dama sagðist vera að tilkynna um error eða einhverja vitleysu í tölvunni. Ég varð strax tortryggin og sagði við hana að ég myndi hafa samband við þjónustuaðila hér heima ef ég lenti í vandræðum. Þar með lagði ég á.“
Að mati þeirra aðila sem dfs.is hefur haft samband við, og til þekkja í tölvuheiminum, eru þessar hringingar einungis til þess gerðar að komast yfir viðkvæmar upplýsingar í tölvum fólks. Microsoft myndi aldrei hringja í fólk til að lagfæra hugbúnað sinn. Fólk er því beðið um að afþakka öll gylliboð um þjónustuna.