Um tuttugu manns mættu á fræðslufund á vegum Íþrótta- og ólympíusambans Íslands og Advania Advice varðandi innleiðingu nýju persónuverndarlaganna (GDPR), en fundurinn var haldinn í Selinu á Selfossi í síðustu viku.
Fundurinn var haldinn í kjölfar útsendingar á innleiðingar- og upplýsingapakka sem ÍSÍ sendi til HSK og USVS og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda í desembermánuði.
Elías Atlason, verkefnastjóri ÍSÍ, og Anna Þórdís Rafnsdóttir, stjórnendaráðgjafi frá Advania Advice, kynntu það innleiðingarferli sem framundan er hjá öllum íþrótta- og ungmennafélögum á landinu.