-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Nýr jeppi sýndur í Hveragerði í kvöld á Einn-einn-tveir daginn

Nýr jeppi sýndur í Hveragerði í kvöld á Einn-einn-tveir daginn

0
Nýr jeppi sýndur í Hveragerði í kvöld á Einn-einn-tveir daginn

Í dag er „Einn-einn-tveir dag­urinn“, en hann er til að minna okkur á hjálparsímann 112. Í tilefni þess verður opið hús hjá Hjálparsveit skáta Hveragerði að Austurmörk 9 kl. 20–21.
Allur búnaður sveitar­innar verður til sýnis og þar á meðal nýr Toyota Land Cruiser jeppi sem sveitin fékk til notk­un­ar í byrjun mánaðarins. Um er að ræða afar fullkominn jeppa, 42″ breyttan með öllum þeim búnaði sem góður björg­un­arsveitarbíll þarf að búa yfir. Boðið verður upp á frost­pinna frá Kjörís, kaffi og klein­ur. Allir eru velkomnir.