-5.5 C
Selfoss

Daði Freyr með skemmtilega fréttatilkynningu

Sunnlenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur sent frá sér fréttatilkynningu um nýtt lag sem hann ætlar að gefa út á miðnætti. Þrátt fyrir að lagið sé ekki komið út, hefur tilkynningin, sem er í myndbandsformi, vakið mikla lukku áhorfenda. Í myndbandinu bregður hann sér meðal annars í gervi Boga Ágústsonar, ásamt því að taka önnur hlutverk að sér. Að sjálfsögðu breytti hann upphafstefi fréttatímans á RÚV og gerði það að sínu.

Fleiri myndbönd