-7.7 C
Selfoss

Breyttar áherslur í Þrastarlundi

Nýjir eigendur hafa tekið við rekstri Þrastarlundar í Grímsnesi. Það eru þeir Celio Sosa og Björn Baldursson. Celio sér um veitingahlið rekstrarins og er matreiðslumaður að mennt. Björn sér um innkaup og verslun. Í samtali við Björn kemur fram að það sé liðin tíð að verðin séu í hæstu hæðum í Þrastarlundi: „Við einbeitum okkur að því að vera með góð, sanngjörn verð sem ætluð eru fólki sem býr á svæðinu og sumarbústaðaeigendur. Auðvitað nær það yfir alla þá sem eru á ferðinni líka. Sem dæmi um þetta nefnir Björn að kaupa megi ódýrasta gas á landinu í Þrastarlundi, mjólkin er á 200 krónur og kaffibolli á 250 með ábót. Aðspurður um veitingastaðinn segir Björn: „Við ákváðum að vera ekki með pizzur, þó að það hafi verið aðalsmerki staðarins hér áður. Við breyttum alveg um stíl og erum með fjölbreyttan matseðil sem er með nánast öllu öðru en sushi og pizzum. Okkar markmið í verðlagningu á matseðlinum er eins lág og við mögulega komumst upp með. Þar má til dæmis nefna hádegistilboð á mínútusteik á 1590 kr.“

 

 

Fleiri myndbönd