-7.1 C
Selfoss

Hveragerðisbær styrkir Leiðina út á þjóðveg

Vinsælast

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti á fundi sínum 17. janúar sl. að styrkja félagið Leiðin út á þjóðveg um 200.000 krónur. Styrkurinn gerir félaginu kleift að bæta og efla starfsemi sína og þjónustu.

Félagið var stofnað haustið 2016 af áhugafólki um bætt geðheilbrigði í Hveragerði. Tilgangur félagsins er að opna umræðu um kvíða, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma. Félagið hefur haldið ráðstefnur og fræðslufundi fyrir fólk sem á við andleg veikindi að stríða og aðstandendur þeirra. Nú í janúar stóð félagið fyrir fyrirlestri og umræðum með kennurum og starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði. Í febrúar verður námskeiðið í meðvirkni og með vorinu verður námskeið frá Bataskólanum og námskeið tengt Hugarafli. Málþing er svo fyrirhugað með haustinu.

Félagið er með opið hús á fimmtudögum kl. 20 í húsi Rauða krossins í Austurmörk 7, Hveragerði á 2. hæð.

 

 

Nýjar fréttir