-6.7 C
Selfoss

Umferðaróhapp við brúna yfir Tungufljót

Vinsælast

Viðbragðsaðilar eru nú á leið á vettvang þar sem umferðaróhapp varð við brúna yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Þar rákust saman fólksbíll og rúta með samtals 7 einstaklingum í. Ekki munu hafa orðið slys á fólki en við áreksturinn sprungu líknarbelgir þannig að brugðist er við í samræmi við að mögulegt sé að einhverjir áverkar séu.

Vegurinn er lokaður en hjáleið er um Brúarlöð eftir Skeiðavegi.

Nýjar fréttir