-3.6 C
Selfoss

Góð mæting og hörku keppni í Suðurlandsdeildinni

Vinsælast

Virkilega skemmtilegt kvöld í Suðurlandsdeildinni og algjörlega frábær mæting í Rangárhöllina á fyrsta keppniskvöld ársins. Miklu munar um varmadælurnar frá Verklögnum sem nú kynda upp höllina og anddyrið.

Suðurlandsdeildin er nú að hefja sitt þriðja tímabil. Sérstaða deildarinnar er sú að atvinnumenn og áhugamenn keppa saman og mynda lið. 11 lið keppa í ár, 66 knapar en 44 keppa á hverju kvöldi.

Óhætt er að segja að við séum strax farin að hlakka til næstu keppni sem verður þriðjudaginn 5. febrúar þar sem keppt verður í fimmgangi.

Hulda Gústafsdóttir á Sesari frá Lönguskák stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki atvinnumanna en hún keppir fyrir lið Heimahaga og Svenja Kohl og Polka frá Tvennu stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki áhugamanna en hún keppir fyrir lið Austurás/Sólvangs.

Eftir kvöldið í kvöld þá er staðan í liðakeppninni sú að lið Krappa leiðir en það er strax ljóst að deildin í ár verður virkilega jöfn!

Sæti – lið – stig
1. Krappi 61
2. Fet/Kvistir 58
3. Equsana 55
4. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 53,5
5. Heimahagi 46
6. Húsasmiðjan 45,5
7. Ásmúli 42,5
8. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 38,5
9. Toltrider 38,5
10. Vöðlar/Snilldarverk 36,5
11. Austurás/Sólvangur 31

Úrslit áhugamanna:
1 Svenja Kohl / Polka frá Tvennu 6,67
2-3 Vilborg Smáradóttir / Grunnur frá Hólavatni 6,40
2-3 Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum 6,40
4 Þorvarður Friðbjörnsson / Forni frá Fornusöndum 6,23
5 Vera Evi Schneiderchen / Vakning frá Feti 6,00
6 Stine Randers Præstholm / Garún frá Þjóðólfshaga 1 5,93
7 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Tign frá Vöðlum 5,83

Úrslit atvinnumanna:
1 Hulda Gústafsdóttir / Sesar frá Lönguskák 7,30
2 Ásmundur Ernir Snorrason / Dökkvi frá Strandarhöfði 7,13
3 Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum 6,97
4-6 Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Pétur Gautur frá Strandarhöfði 6,87
4-6 Kristín Lárusdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,87
4-6 Helga Una Björnsdóttir / Hálfmáni frá Steinsholti 6,87
7 Lea Schell / Eldey frá Þjórsárbakka 6,53

 

Nýjar fréttir