-2.2 C
Selfoss

Hugvekja um vistvæna neyslu Umhverfis Suðurland

Vinsælast

Allar vörur og athafnir hafa ýmist góð eða slæm áhrif á umhverfi okkar. Við rekstur heimilis og almenn innkaup er mikilvægt að vera meðvitaður um þau umhverfisáhrif sem við styðjum með kaupum okkar. Vistvæn neysla er að neyta þeirra vöru sem hefur sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið og heilsu manna sem og koma í veg fyrir sóun. Við innkaup er gott að leiða hugann að líftímakostnaði vörunnar, en það þýðir að hugsa um öll áhrif sem af vörunni hljótast frá upphafi til enda, frá ræktun til förgunar.

Vistvæn neysla er mikilvægur liður í verndun umhverfisins og baráttuna við loftlagsbreytingar, Umhverfis Suðurland hefur áður fjallað um áhrif matarsóunar og skynditísku á umhverfið og samfélagið. Vistvæn neysla snýst um að takmarka neyslu og kaupa ekki óþarfa. Meiri fróðleik má finna á vefnum www.umhverfissudurland.is og facebooksíðunni Umhverfis-Suðurland

Nýjar fréttir