Í fréttatilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg kemur eftirfarandi fram: Þrátt fyrir að ný gjaldskrá frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg sem tók gildi um áramótin hafi í för með sér lækkun fyrir flesta notendur er um að ræða talsverða hækkun hjá hluta notenda. Af þessum ástæðum hefur bæjarráð Árborgar samþykkt að bætt verði við möguleika á styttri vistun í frístundaheimilum Árborgar á Selfossi og sérstökum 10% afslætti í frístundaheimilinu á Stokkseyri. Með samþykktinni er komið til móts við þá notendur sem verða fyrir mestu hækkuninni en þessar aðgerðir gilda tímabundið fram á sumar 2019. Að auki hefur systkinaafsláttur í leikskólum og frístundaheimilum verið hækkað úr 25% í 50% fyrir annað barn og áfram er 100% afsláttur fyrir þriðja barn.
Til nánari útsskýringar þá þýðir þetta að foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustu frístundaheimila Árborgar á Selfossi, oft í viku (3-5 daga) og einungis fyrri hluta dagsins eða frá kl. 13:00 – 14:30 geta skráð þau í styttri vistun og greitt samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem sjá má hér að neðan. Foreldrar/forráðamenn sem vilja nýta sér möguleikan á styttri vistun geta sent tölvupóst á frístundaheimilin.
- Bifröst í Vallaskóla, fristund@vallaskoli.is
- Hólar í Sunnulækjarskóla, fristund@sunnulaekjarskoli.is.
Þar sem frístundaheimilið á Stokkseyri er opið skemur en frístundaheimilin á Selfossi (opnar kl. 14:00) þá kemur 10% afsláttur af gjaldi í stað möguleika á styttri vistun. Fyrir nánari upplýsingar um frístundaheimilið á Stokkseyri er hægt að senda tölvupóst á forstöðumann, agneslind@barnaskolinn.is.
Viðbót við gjaldskrá frístundaheimila Árborgar á Selfossi (stutt vistun kl. 13:00 – 14:30, án hressingar)
1.dagur: 3.944 kr.
2.dagar: 6.787 kr.
3.dagar: 7.500 kr.
4.dagar: 9.000 kr.
5 dagar: 10.500 kr.
Gjaldskrá frístundaheimila Árborgar 2019
Sveitarfélagið Árborg leggur metnað í að bjóða upp á góða faglega þjónustu á öllum sviðum með þarfir hvers hóps að leiðarljósi. Það er mikilvægt að fá ábendingar frá íbúum um hvað sé að ganga vel og hvað megi betur fara og er hægt að koma slíkum ábendingum til sveitarfélagsins í gegnum tölvupóstfangið arborg@arborg.is.