3.4 C
Selfoss

Gestir í sundlaugum Árborgar aldrei fleiri

Vinsælast

Sundlaugarnar í Árborg eru vinsælir áfangastaðir íbúa jafnt sem ferðamanna, bæði innlenndra og erlendra. Dagskráin sló á þráðinn til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa Árborgar og ræddi við hann um sundlaugarnar í Árborg.

Góð afþreying fyrir alla fjölskylduna

„Það sést best á heimsóknartölum að sundlaugarnar okkar eru vinsæll áfangastaður. Á síðasta ári, 2018, er aukning, eins og flest árin þar á undan, en ég er að horfa á tölur síðustu tíu ára. Það voru 316.310 heimsóknir í laugina árið 2018 og það er aukning um ríflega 3.500 einstaklinga frá 2017, en það ár komu 312.787 gestir. Hvað sundlaugina á Stokkseyri varðar þá erum við að horfa á aukningu á milli ára þar líka. Það voru 16.269 gestir sem sóttu laugina heim 2018. Árið 2017 voru komur 13.921. Það er aukning upp á  rúmlega 2.300 einstaklinga, sem er mjög gott.“

 Góður aðbúnaður í lauginni á Selfossi, laugin á Stokkseyri hefur sinn sjarma

„Sundhöllin á Selfossi, sem var barn síns tíma, var breytt fyrir fáeinum árum. Húsnæðið stækkað og öll aðstaða innandyra stórbætt. Þar er nú einnig líkamsræktaraðstaða þar sem íbúar og gestir geta hreyft sig og skellt sér svo í sund. Þrátt fyrir að eiga svona flotta sundhöll er rétt að gleyma ekki að við eigum einnig notalega sundlaug á Stokkseyri sem hefur annan sjarma og ég hvet fólk til að líta við þar með börnin eða bara til að renna sér í pottinn.“

 

Nýjar fréttir