3.9 C
Selfoss

Selfyssingar allt í öllu á HM

Vinsælast

Eins og fram hefur komið eru sex Selfyssingar með íslenska landsliðinu á HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku. Liðið sigraði Barein, Japan og Makedóníu í A-riðli. Síðan tók við feyknasterkur milliriðill þar sem liðið mætti heimamönnum Þjóðverjum og Frökkum um helgina.
Haukur Þrastarson var kallaður inn í hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum og var þar með yngsti leikmaður sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í ár. Hann er einnig yngsti leikmaðurinn á HM í sögu Íslands, 17 ára gamall. Það var gaman að sjá kunnulega útilínu í leiknum gegn Frakklandi þar sem frændurnir Teitur Örn, Elvar Örn og Haukur spiluðu saman mest allan seinni hálfleikinn. Elvar Örn var besti leikmaður liðsins gegn Frökkum með fimm mörk, Teitur með þrjú og Haukur tvö. Bjarki Már skoraði einnig tvö mörk.
Næsti leikur Íslands er á móti Brasilíu kl. 15:00 á miðvikudaginn. Að sögn drengjanna er sigur það eina sem er í boði.

Nýjar fréttir