3.9 C
Selfoss

Leikfélag Hveragerðir æfir Tvo tvöfalda

Vinsælast

Leikfélag Hveragerðis æfir nú af kappi gamanfarsann Tveir Tvöfaldir, eftir breska leikskáldið Ray Cooney. Ray Cooney er einn virtasti gamanleikjahöfundur samtímans. Meðal verka hans eru t.d. Nei ráðherra, Viltu finna milljón? og Með vífið í Lúkunum, sem Leikfélag Hveragerðis setti á svið árið 2013.

Leikritið Tveir tvöfaldir gerist á Hótel Höll en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði, þekkt staðreynd úr heimi stjórnmálanna! Þingmaðurinn hefur sem sé ákveðið að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður hrærigrautur miskilnings og lyga!

Alls taka um 20 manns þátt í sýningunni sem áætlað er að frumsýna í Leikhúsinu, Austurmörk 23, Hveragerði, 2. febrúar næstkomandi.

 

Nýjar fréttir