Nú þegar jörð má heita laus við frost og jarðvegsframkvæmdir vel mögulegar, verður mér hugsað til þess þegar vorklipping trjágróðurs var að mestu afstaðnar og garðeigendur fóru að óska eftir skipulagi lóða sinna, þ.e. á sama tíma og garðyrkjumenn voru að hefja jarðvegsframkvæmdir. Þá var oft búið að vera lítið að gera í nokkra mánuði á undan.
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru oft lagðar fram um áramót og í framhaldi af því lýkur hönnunarvinnu. Ég er á því að áætlun um framkvæmdir og garðskipulag geti lífgað upp á og jafnvel stytt mesta skammdegið fyrir garðeigendur. Að framkvæmdum loknum tekur viðhaldið við. Mörgum láist að sjá það fyrir í raunhæfu ljósi. Þar vil ég meina að hönnun og aðkoma fagmanna geti sparað fjármuni, fyrirhöfn og viðhald.
Fyrir kemur að viðhaldi er ekki sinnt fyrr en vandinn er kominn upp og þá gjarnan að með auknum tilkostnaði. Það á við bæði heima í garðinum hjá okkur sjálfum og eins hjá sveitarfélögum.
Á liðnu ári lagði byggingarverkfræðingurinn Sigurður A. Þorvarðarson fram spurninguna „Hvað kosta úthverfi“ á fréttamiðlinum Kjarninn.
Eins og ég skildi hann, þá var „úthverfaskipulag“ ekki til fyrr en á síðustu öld. Viðhald er gjarnan í lágmarki fyrstu 30 árin, en þá er þörfin gjarnan orðin mjög brýn og jafnvel umfram fjárhagslega burði. Næstu 30 árin er staðan svipuð, þ.e. að ekki næst að sinna viðhaldi fyrr en vandinn er kominn upp. Í framhaldi af þessum vangaveltum varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort aðrar leiðir væru mögulega hagkvæmari en „úthverfaskipulagið“?
Mér finnst vert að skoða þetta mjög alvarlega. Það er nefnilega þannig að auknum kröfum fylgir alltaf einhver kostnaður! Sá aðili sem setur kröfuna fram, er sér ekki alltaf meðvitaður um að það muni einnig hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir hann sjálfan.
Bæði réttindi, skyldur og kvaðir eru gjarnan aðrar í „frístundabyggðum“ en í úthverfum þéttbýlis! – Er það eitthvað til að skoða betur? Hvaða leiðir henta betur?
Margir telja skort á viðhaldi vera vegna skorts á fjármagni, þ.e. að bæði ending og endingartími mannvirkja hafi verið vanmetinn. Meint vöntun á viðhaldi getur líka verið vegna okkar eigin krafna sem við setjum sjálf fram!
Getur verið að við ætlum kostnaðinum að falla á aðra en okkur sjálf? Þeim sem ætlað er að uppfylla kröfurnar er gjarnan sama fyrirbærið og við erum hluti af, sami hópur einstaklinga, svo sem samfélagið sem við búum í eða sveitarfélagið okkar!
Í upphafi ársins og yfir seinni hluta skammdegisins er gott að ylja sér við skipulag lóðaframkvæmda næsta sumar. Ég er eindreginn fylgismaður þess að hafa tal af garðyrkjumönnum áður mesti annatími þeirra og sá tími sem er fastbundinn ártíð hefst.
Það er mikið hagræði af því að nýta vetrartímann í að skipuleggja, en sumarið í framkvæmdirnar sjálfar.
Nánari upplýsingar: 892 7709 og benni@sjalfbaer.com.