5 C
Selfoss

Vegan janúar = Veganúar

Vinsælast

Veganúar er árlegt átaksverkefni sem hófst í Bretlandi 2014 og hvetur fólk til að prufa grænkera-lífstílinn (e. vegan) í einn mánuð, í janúar, ár hvert. Er þetta gert til að vekja athygli á áhrifum neyslu dýraafurða á heilsu, dýravelferð og umhverfið. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í október, sagði frá alvarlegri stöðu baráttunnar við loftlagsmál og vakin athygli á að nauðsynlegt sé t.d. að breyta landnýtingu, matarsiðum og ferðavenjum. Með ábyrgri neyslu getur hver og einn haft áhrif. Umhverfis Suðurland hvetur þá sem ekki treysta sér til að fara alla leið í grænkera-lífstílnum að kynna sér málefnið og reyna að breyta hlutfalli matvæla sinna svo stærri hluti en áður komi út plönturíkinu. Ef til vill geta ákveðnar máltíðir eða dagar verið alveg kjötlausir. Leyfum náttúrunni að njóta vafans.

 

Nýjar fréttir