3.9 C
Selfoss

Fyrsti FabLab hópurinn útskrifaður

Vinsælast

Fræðslunetið brautskráði í desember síðastliðnum fyrsta hópinn úr FabLab smiðju. Hópurinn naut spánnýrrar FabLab-aðstöðu sem er til húsa í Hamri/FSu. Mikil og almenn ánægja var meðal þátttakenda í smiðjunni, bæði með aðstöðuna og viðfangsefnin.

Í stuttu máli þá er Fab Lab (Fabrication Laboratory) stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Hönnunarvinnan fer fram í tölvu og afurðirnar eru síðan framleiddar í t.d. þrívíddarprentara, tölvustýrðum leiserskera eða fræsivél.

Nýjar fréttir