Hjónin Anna Lyn og Þorgeir F. Sveinsson hafa opnað nýjan veitingastað með asískar áherslur að Eyravegi 15. Þau hafa búið á Selfossi síðan 2015. „Ég keypti hús af bróður mínum hér á Selfossi. Þar höfum við rekið gistiheimili sem heitir Anna Lyn Guesthouse. Við opnuðum svo veitingastaðinn nú í morgun,“ segir Þorgeir.
Hverjar eru áherslurnar á staðnum?
„Áherslurnar hjá okkur eru að vera með ýmsar tegundir af asískum mat. Við erum ekki að einblína á eitthvað eitt land. Hér eru í dag réttir frá Kóreu, Taílandi, Filippseyjum og Íran, sem dæmi. Þetta er sett upp sem hlaðborð þar sem réttirnir breytast frá degi til dags og aldrei það sama“, segir Anna. Þú borgar fast verð og getur fengið þér af öllum réttunum og meðlæti með. Verðlagningunni er svo stillt í hóf, “ segir Þorgeir. „Við vonumst svo til að sjá sem flesta smakka matinn hjá okkur. Við erum með opið frá kl. 11-14 og svo 18-21. Það er svo bæði hægt að borða hjá okkur á staðnum eða taka með heim,“ segja þau að lokum.