-5.2 C
Selfoss

Kvenfélagið Hvöt styrkti samfélagsmálefni í Skaftárhreppi

Vinsælast

Á setningarhátið Uppskeru- og þakkarhátíðar Skaftárhrepps sem haldin var í nóvember síðastliðnum afhenti Kvenfélagið Hvöt styrki til samfélagsmála í Skaftárhreppi. Þeir aðilar sem hlutu styrki voru: Slökkvilið Skaftárhrepps, til tækjakaupa, Íþróttamiðstöðin, til stækkunar á klifurvegg, Hjúkrunarheimilið Klausturhólar, til kaupa á hjartalínurita, Heilsugæslustöðin Kirkjubæjarklaustri, til uppsetningar á barnahorni á biðstofunni og Kirkjubæjarprestakall, sem fékk tvo fermingarkyrtla. Heildarverðmæti styrkja nam 516.000 kr.

Nýjar fréttir