5 C
Selfoss

Það rættist úr veðrinu og við komumst klakklaust á Hellu

Vinsælast

Það voru hressar stúlkur frá Bandaríkjunum sem eyddu áramótum hér á landi. Nánar tiltekið á Hellu. Stúlkurnar koma frá Atlanta en sumar þeirra búa í New York núna. „Við erum á aldrinum 23-27 ára. Sú elsta er eiginlega mamman okkar hérna og sér um okkur svolítið segja þær hlæjandi.“

Ekkert laust í Reykjavík og ekkert tiltökumál að færa sig aðeins út á land

Hversvegna ákváðuð þið að gista á Hellu?„ Það er svolítið löng saga en í stuttu máli var ástæðan sú að við fengum ekki gistipláss fyrir svona marga í Reykjavík, en við vorum að bóka í gegnum Airbnb. Okkur fannst ekkert tiltökumál að færa okkur aðeins frá Reykjavík og völdum Hellu.“ Þegar þær komu svo til landsins fór að renna á þær tvær grímur um að hafa valið þennan stað, því veðrið var slæmt að þeim fannst. „Þetta var kannski ekki svo skynsamlegt af okkur þegar við sáum veðrið og eiginlega þorðum við ekki að keyra. Ein okkar er reyndar mjög vanur bílstjóri og hún tók það að sér og varð aðalbílstjóri ferðarinnar. Það rættist svo reyndar úr veðrinu og við komumst klakklaust á Hellu.“

Dvölin á Hellu var að þeirra sögn róleg og ótrúlega afslappandi. „Við sváfum og hvíldum okkur eftir ferðalagið. Svo langar okkur mjög mikið að sjá norðurljós en það gekk ekki eftir. Við náðum samt að sjá flugeldana.“

Áhugaverðast hvað fólkið er vingjarnlegt

Hvernig varð Ísland fyrir valinu? „Það var þannig að ein okkar hafði áhuga á að fara og spurði okkur hinar. Upphaflega voru það 7 sem ætluðu, en við fórum fimm. Hún spurði og við hoppuðum bara á þetta. Ísland er dálítið inn núna.“ Spurðar um hvað markverðast væri við ferðina og Ísland nefndu þær fjölmarga hluti. „Náttúran kannski fyrst og fremst. Mjög ólíkt því sem við þekkjum. Húsin eru æði, lítil og krúttleg.“ „Mér finnst áhugaverðast hvað fólkið hér er vingjarnlegt. Það flautar tildæmis enginn í umferðinni. Heima hjá okkur liggja allir á flautunni, allstaðar í umferðinni.“ Svo langar okkur að sjá foss áður en við förum. Það er eina sem er á dagskránni. Við ætlum að reyna að ná því í dag. Og ef þú veist um einhverja staði þar sem Games of Thrones var tekið upp myndum við fara þangað strax segja þær og spennan leynir sér ekki í augunum.“

 

Nýjar fréttir