7.3 C
Selfoss

Samningur við Hjálparsveit skáta undirritaður

Vinsælast

Samningur sem efla mun samstarf Hveragerðisbæjar og Hjálparsveitar skáta í Hveragerði HSSH, hefur verið undirritaður. Með samningnum er tryggt öflugt almannavarna-, félags- og öryggisstarf í Hveragerði samkvæmt stefnu bæjaryfirvalda þar um. Samningnum er einnig ætlað að tryggja enn frekar öflugt starf HSSH enda er bæjarstjórn þeirrar skoðunar að félagið sinni öflugu félags- og forvarnarstarfi ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í öryggismálum bæjarbúa.

Með samningnum eru félaginu tryggðir fjármunir til starfseminnar sem nema 16.5 m.kr. Innifalin í því er greiðsla fasteignagjalda vegna húsnæðis félagsins auk þess sem félagsmenn HSSH taka að sér ýmis verkefni fyrir bæjarfélagið svo sem flugeldasýningar, gæslu á hátíðum, sér um skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn og fleira.

Það er bæjarbúum afar dýrmætt að í bæjarfélaginu sé starfsrækt öflug hjálparsveit skipuð einstaklingum sem ávallt eru tilbúnir til að bregðast við þegar útköll berast. Því er það sérstök ánægja að ganga frá samningi við félagið og vonandi verður samstarf bæjaryfirvalda við félaga í HSSH jafn gott áfram og verið hefur.

Nýjar fréttir