-4.1 C
Selfoss
Home Fréttir Snjókall í sundi

Snjókall í sundi

0
Snjókall í sundi
Mynd: gpp

Hann er lukkulegur snjókarlinn sem stendur keikur í móttöku Sundlaugar Selfoss og tekur á móti gestum. Starfsmenn týndu til notuð kaffimál sem sundlaugargestir höfðu sett í tunnuna, hreinsuðu og heftuðu saman. Innanhúss var svo til forláta jólahúfa, gulrótarlaga fjölnotapoki og jólasería sem logar inni í karlinum. Í samtali við starfsmann í afgreiðslunni kom fram: „Okkur hér langaði að sýna hvað hægt væri að gera ef maður lætur sér detta eitthvað skemmtilegt í hug. Hann blessaður hefur vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna. Við erum ekkert að vaða út í búð og kaupa eitthvað.“