-0.5 C
Selfoss

Áætlun um friðland að Fjallabaki í ferli

Vinsælast

Samkvæmt 81. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 ber Umhverfisstofnun (UST) ábyrgð á gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði.

Í áætlunum skal m.a. fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks.

Ef ekki hafa verið settar sérstakar reglur um umferð manna og dvöl á viðkomandi svæði í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að setja slíkar reglur í stjórnunar- og verndaráætlun. Stjórnunar- og verndaráætlun skal gerð í samvinnu við eigendur svæðisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, viðkomandi sveitarstjórnir og eftir atvikum aðrar fagstofnanir og hagsmunaaðila. Tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun skal auglýsa opinberlega og skulu athugasemdir við hana hafa borist innan sex vikna frá birtingu auglýsingarinnar. Áætlunin er háð staðfestingu ráðherra og skal staðfesting og gildistaka áætlunarinnar auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðland að Fjallabaki hófst í byrjun árs 2017. Stjórnunar- og verndaráætluninni er skipt upp í 4. kafla. 1. og 2. kafli áætlunarinnar eru langt komnir en 3. kafli, sem fjallar um stefnumótun fyrir friðlandið, er í vinnslu.

Umhverfisstofnun leggur mikla áherslu á samráð og hélt því opinn samráðsfund á Hellu 12. nóvember s.l. Þær hugmyndir sem fram komu á fundinum verða nýttar til að vinna drög að 3. kafla. Í kjölfarið verður 4. kafli unninn, en í honum munu koma fram sérstakar reglur um umferð og dvöl um friðlandið. Loks verður unnin aðgerðaáætlun fyrir svæðið sem byggir á stefnu sem fram kemur í 3. kafla.

Eftir að þeirri vinnu lýkur verða drög að áætluninni auglýst í sex vikur þar sem öllum gefst tækifæri á að koma athugasemdum á framfæri.

Frekari upplýsingar um vinnuna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar fyrir friðlandið má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar:

 

 

Nýjar fréttir