3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Hvernig getum við haldið umhverfisvæn jól?

Hvernig getum við haldið umhverfisvæn jól?

0
Hvernig getum við haldið umhverfisvæn jól?
Umhverfis Suðurland.

Umhverfisvæn jól snúast meðal annars um að vera meðvitaður um áhrif neyslunnar og takmarka hana eins og hægt er. Það þýðir samt ekki að jólamaturinn þurfi að vera hafragrautur og að enginn fái jólagjafir, heldur einfaldlega að við ætlum að íhuga hvað skiptir okkur mestu máli og hvernig megi halda jól með sem bestum hætti fyrir umhverfið og okkur öll.

Enginn vill eyða löngum vinnustundum til að geta keypt jólagjafir sem engum nýtast og eru jafnvel gleymdar strax eftir hátíðina…eða hvað?

Gjafir sem ekki nýtast viðtakandanum eru sóun. Í stað þess að kaupa slíkar gjafir mætti gefa upplifanir, heimtilbúnar jólagjafir eða styrkja gott málefni í nafni viðkomandi. Þetta eru oftast dýrmætustu gjafirnar og veita á endanum mestu hamingjuna.

Jafnframt er mikilvæg að gera sér grein fyrir að allar vörur sem framleiddar eru hafa einhver áhrif. Kynnum okkur samfélagsaðstæður og umhverfisáhrif varanna í upprunalandi þeirra og reynum að skoða hver raunkostnaður hennar er ef litið er til umhverfisþátta.

Matur spilar stórt hlutverk í upplifun margra af jólunum. Í október tókum við fyrir matarsóun en hún á mikinn þátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Hvort sem farið er á jólahlaðborð, staðið fyrir jólaboðum eða verslaði inn fyrir hátíðina ættum við ávallt að vera meðvituð um innkaupin, hafa skammtana hæfilega og nýta afganga. Það er allra hagur.  – Umhverfis Suðurland.